Vinnumarkaður - 

01. Desember 2003

Málþing í tilefni af Evrópuári fatlaðra

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Málþing í tilefni af Evrópuári fatlaðra

Þriðjudaginn 2. desember heldur rektor Háskóla Íslands málþing í samstarfi við félagsmálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands, BSRB og Samtök atvinnulífsins, í tilefni af Evrópuári fatlaðra 2003. Yfirskrift málþingsins er: Ríki mennskunnar - Eitt samfélag fyrir alla. Siðferðileg áhersla 21. aldarinnar. Málþingið er sem fyrr segir haldið þriðjudaginn 2. desember nk. kl. 15.00 - 17.30, í Hátíðasal Háskóla Íslands og er opið öllu áhugafólki um málefni fatlaðra.

Þriðjudaginn 2. desember heldur rektor Háskóla Íslands málþing í samstarfi við félagsmálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands, BSRB og Samtök atvinnulífsins, í tilefni af Evrópuári fatlaðra 2003. Yfirskrift málþingsins er: Ríki mennskunnar - Eitt samfélag fyrir alla. Siðferðileg áhersla 21. aldarinnar. Málþingið er sem fyrr segir haldið þriðjudaginn 2. desember nk. kl. 15.00 - 17.30, í Hátíðasal Háskóla Íslands og er opið öllu áhugafólki um málefni fatlaðra.

Málþingið beinir sjónum að atvinnulífinu með áherslu á ávinning samfélagsins af virkri þátttöku allra í atvinnu og verðmætasköpun. Hvað getur atvinnulífið lagt af mörkum til þess að fatlaðir verði ekki óvirkir þiggjendur heldur virkir gefendur og fullgildir þátttakendur í atvinnulífi og verðmætasköpun?


Dagskrá

15.00-15.15
Setning: Páll Skúlason, háskólarektor
Ávarp: Árni Magnússon félagsmálaráðherra

15.15-15.30
Þátttaka fatlaðra í samfélagi og atvinnulífi: Hin siðferðilegu gildi
Páll Skúlason háskólarektor

15.30-16.00
Þátttaka allra í verðmætasköpun samfélagsins: Ávinningar og ábyrgð
Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Síríus hf.
Jón Hlöðver Áskelsson tónlistarmaður
Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco

16.00-16.20 Kaffi

16.20-16.30
Ávinningar af atvinnuþátttöku fatlaðs fólks: Hvað segja rannsóknir?
Rannveig Traustadóttir, dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands

16.30-17.30

Hvaða aðgerðir eru mikilvægastar til að skapa eitt samfélag fyrir alla og tryggja virka þátttöku allra í atvinnulífi og verðmætasköpun?

Pallborðsumræður undir stjórn Páls Skúlasonar háskólarektors
Anna Geirsdóttir heimilislæknir, Heilsugæslan Grafarvogi
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur Alþýðusambands Íslands
Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipafélags Íslands
Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags Íslands

17.30 Ráðstefnuslit og léttar veitingar

Samtök atvinnulífsins