Málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti

Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur SA, hefur öðlast réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti og óska samtökin henni til hamingju með áfangann. Þetta gerir SA kleift að veita félagsmönnum enn betri þjónustu á sviði málflutnings, en á vinnumarkaðssviði starfa nú fjórir lögmenn og alls fimm lögfræðingar.