Málefnastarf SA

Á næstunni munu málefnahópar SA hefja undirbúning aðalfundar SA sem haldinn verður 29. apríl nk. Málefnastarfið er opið öllum aðildarfyrirtækjum og -félögum og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig í málefnahópa, með tölvupósti til sa@sa.is. Hóparnir eru:

Efnahagshópur

Vinnumarkaðshópur

Jafnréttishópur

Lífeyrishópur

Menntahópur

Skattahópur

Umhverfishópur

Evrópuhópur

Samkeppnislagahópur

Á málefnasíðu SA má finna þau rit sem SA hafa gefið út á grundvelli starfsemi málefnahópanna undanfarin tvö ár.