Lýðræðið styrkt með rafrænum hætti?

Um 85% áhrifavalda í íslensku þjóðfélagi telja líklegt að rafrænar kosningar til þings og sveitastjórna og um stærri mál verði innleiddar á næstu áratugum í því skyni að styrkja lýðræðið. Í aðdraganda aðalfundar SA 2007 sem fram fór í apríl gerði Capacent Gallup könnun meðal þjóðarinnar þar sem þetta kom m.a. fram. Gangi þetta eftir gæti ferðum á kjörstað því fækkað en músarsmellir fólks heima í stofu öðlast aukið vægi.

Mjög líklegt segir þjóðin

Markmiðið með könnun Capacent Gallup fyrir SA var að kanna framtíðarsýn þjóðarinnar á fjölmörgum sviðum fram til ársins 2050, annars vegar hjá almenningi og hins vegar hjá áhrifavöldum í þjóðfélagsumræðu. Þegar spurt var um hversu líklegt eða ólíklegt fólk teldi að rafrænar kosningar til þings og sveitastjórna og um stærri mál hafi verið innleiddar árið 2050 - í því skyni að styrkja lýðræðið - svöruðu um 80% almennings að það væri líklegt en 85% áhrifavalda. Athygli verkur að fleiri í Reykjavík en úti á landi telja þetta líklega framtíðarþróun.

X-2047

Kjörklefi framtíðarinnar?

Í úrtaki almennings voru 1350 manns á öllu landinu, 16-75 ára, handahófsvalið úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 63,9%. Í úrtaki um 200 áhrifavalda voru, alþingismenn, stjórnendur fyrirtækja, listamenn og fleiri sem hafa áhrif á þjóðfélagsumræðu. Svarhlutfall var 58,9%.

Sjá nánar: Helstu niðurstöður Capacent Gallup (PDF-skjal)