Liv, Oddur, Hulda og Grímur bentu á leiðir til að gera betur

Á Ársfundi atvinnulífsins 2015 steig hópur valinna stjórnenda á stokk og benti á leiðir til að gera betur í atvinnulífinu. Fjarskipti, samskipti, líftækni, nýsköpun og ferðaþjónusta var þar í brennidepli. Til máls tóku Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir, sem stýrir rannsóknum og þróun hjá Zymetech og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa Lónsins.

Upptökur af erindum þeirra og kynningar eru aðgengilegar á vef SA.

Margt forvitnilegt kom fram í erindum þeirra. Liv fjallaði um fjarskiptabyltinguna sem hefur átt sér stað í heiminum á undanförnum árum, sýndarveruleika og óvænta samkeppni vegna tækninýjunga og framfara. Oddur fjallaði um mikilvægi fjölbreytni og samkeppni í heilbrigðisþjónustu til að tryggja sjúklingum aukið val og meiri gæði. Hulda fjallaði um markaðssetningu á úða í Svíþjóð sem vinnur gegn kvefi en úðinn er m.a. unninn úr þorskensímum. Þá fjallaði Grímur um byltinguna sem hefur átt sér stað í íslenskri ferðaþjónustu, aukið menntunarstig innan greinarinnar og mikla fjárfestingu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru í örum vexti.

Sjón er sögu ríkari!

Smelltu á nöfn fundarmanna til að horfa:

undefined

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova

Glærur

undefined

Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Glærur

undefined

Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir, sem stýrir rannsóknum og þróun hjá Zymetech

Glærur

undefined

Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa Lónsins

Glærur