Vinnumarkaður - 

25. Oktober 2001

Lítill hreyfanleiki á samevrópskum vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lítill hreyfanleiki á samevrópskum vinnumarkaði

Evrópusambandið er enn langt frá því að geta talist sameiginlegur vinnumarkaður, ef horft er til hreyfanleika á vinnumarkaði. Einungis 2% ESB-borgara á vinnumarkaði eru starfandi í öðrum aðildarríkjum sambandsins, en mælingin nær reyndar ekki til þeirra sem ferðast yfir landamæri til vinnu. Hlutfall erlendra ESB-borgara á vinnumarkaði er lægst í löndunum við Miðjarðarhafið og í Finnlandi (0,2 - 0,5%) og í Danmörku (1,1%). Hlutfallið er hins vegar langhæst í Lúxemborg, þar sem 36,9% vinnuaflsins koma frá öðrum aðildarríkjum ESB. Þar á eftir kemur Belgía með 6,2%, Þýskaland með 3,2%, en í öðrum aðildarríkjum ESB er hlutfallið innan við 3%.

Evrópusambandið er enn langt frá því að geta talist sameiginlegur vinnumarkaður, ef horft er til hreyfanleika á vinnumarkaði. Einungis 2% ESB-borgara á vinnumarkaði eru starfandi í öðrum aðildarríkjum sambandsins, en mælingin nær reyndar ekki til þeirra sem ferðast yfir landamæri til vinnu. Hlutfall erlendra ESB-borgara á vinnumarkaði er lægst í löndunum við Miðjarðarhafið og í Finnlandi (0,2 - 0,5%) og í Danmörku (1,1%). Hlutfallið er hins vegar langhæst í Lúxemborg, þar sem 36,9% vinnuaflsins koma frá öðrum aðildarríkjum ESB. Þar á eftir kemur Belgía með 6,2%, Þýskaland með 3,2%, en í öðrum aðildarríkjum ESB er hlutfallið innan við 3%.

Að mati sérfræðings hjá dönsku utanríkismálastofnuninni benda þessar tölur til þess að ástæðulaust sé að óttast að stækkun ESB muni hafa í för með sér straum nýrra ESB-borgara inn á vinnumarkað núverandi aðildarríkja. Víðast hvar sé meiri ástæða  til að hafa áhyggjur af umframeftirspurn eftir fólki.

Sjá nánar í fréttabréfi dönsku samtaka atvinnulífsins.


 

Samtök atvinnulífsins