Lífeyriskerfi framtíðarinnar

Fjölþjóðleg ráðstefna um lífeyriskerfi framtíðarinnar og endurmat norrænu velferðarríkjanna fer fram í Háskólabíói miðvikudaginn 7. maí. Það eru Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Norrænt öndvegissetur í velferðarrannsóknum (REASSESS), Landssamtök lífeyrissjóða og Tryggingastofnun ríkisins, sem standa að ráðstefnunni. Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt en hún stendur frá kl. 9-15:30. Meðal þátttakenda í pallborðsumræðum um hvað þurfi að bæta í íslenska lífeyriskerfinu er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Aðgangur er ókeypis, skráning er á netfanginu kolbeinn@hi.is.

Sjá nánar:

Dagskrá ráðstefnunnar á vef félagsmálaráðuneytis (PDF)