Liðsstyrkur: Fyrirtæki taka vel við sér

Átaksverkefnið Liðsstyrkur hefur farið vel af stað en  markmið þess er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á fólki sem hefur verið lengi án vinnu með myndarlegu mótframlagi. Fyrirtækin í landinu gegna lykilhlutverki í átakinu en stefnt er að því að þau skapi 1.320 ný störf fyrir langtímaatvinnulausa á næstu mánuðum af alls 2.200 störfum. Fyrirtækin hafa tekið vel við sér en meðal þeirra sem hafa nýtt sér liðsstyrk er Capital Inn.

Capital Inn er gistiheimili í Reykjavík sem Árni Sólonsson stýrir. Hann segir að fyrirtækið hafi ákveðið að taka þátt í átakinu eftir að hafa hugsað málið vel enda hafi þeim staðið til boða að ráða hæfan starfsmann með reynslu.

Árni segist mæla eindregið með því að atvinnurekendur nýti sér Liðsstyrk þar sem fyrirtæki geti bætt við sig úrvalsfólki, styrkt stöðu sína og greitt um leið langtímaatvinnulausum leið út á vinnumarkaðinn á ný.

Sjá nánar:

Upplýsingar um Liðsstyrk á vef SA