Efnahagsmál - 

20. Maí 2009

Leggja þarf grunn að stöðugleika

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Leggja þarf grunn að stöðugleika

Breitt samráð samtaka launafólks, atvinnurekenda, ríkis og sveitarfélaga hófst formlega í gær. Verkefnið er að ná breiðri samstöðu um markvissa áætlun í efnahags- kjara- og félagsmálum. Stefnt er á að niðurstaða liggi fyrir 9. júní. Á fundinum voru hátt í sextíu fulltrúar af öllum vinnumarkaðnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að mikið sé undir.

Breitt samráð samtaka launafólks, atvinnurekenda, ríkis og sveitarfélaga hófst formlega í gær. Verkefnið er að ná breiðri samstöðu um markvissa áætlun í efnahags- kjara- og félagsmálum. Stefnt er á að niðurstaða liggi fyrir 9. júní. Á fundinum voru hátt í sextíu fulltrúar af öllum vinnumarkaðnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að mikið sé undir.

Í samtali við Fréttablaðið segir Vilhjálmur að rætt verði um framlengingu kjarasamninga og að ná ákveðinni samstöðu um kjaraþróun milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Einnig um hvaða möguleika atvinnulífið almennt hafi  til að geta staðið við kjarasamninga, borgað út hækkanir og veitt fólki atvinnu.

SA hefur lagt áherslu á að gerður verði svokallaður stöðugleikasáttmáli um markmið í efnahagsmálum. "Þau snúa að verðbólgu, vöxtum, gengi og atvinnustigi. Við höfum líka lagt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishafta og að það verði fallið frá fyrningarleiðinni og menn setjist yfir endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða án þess að hafa fyrirframgefin markmið eða tímasetningar," sagði Vilhjálmur. Hann undirstrikaði jafnframt að SA vilji ræða fyrirkomulag bankanna, uppstokkun atvinnulífsins og eignarumsýslufélag ríkisins.

Viðræður um endurskoðun kjarasamninga héldu áfram í morgun. Rætt var við Vilhjálm í hádegisfréttum RÚV í dag. Þar kemur fram að SA leggja til að lægstu laun hækki um 6750 krónur 1. júlí og aftur um sömu upphæð 1. nóvember en aðrar launahækkanir bíði fram á haustið. Grunnlaun yfir 300.000 krónur hækki hins vegar ekkert á árinu. Jafnframt er lagt til að  launahækkunum  1. janúar á næsta ári verði frestað til 1. september 2010.

Sjá nánar: Frétt á vef RÚV 20. maí 2009

Fréttablaðið 20. maí - vefútgáfa

Sjá einnig:

Sjónvarpsfréttir RÚV 19. maí 2009

Samtök atvinnulífsins