Laun hækkuðu um 1,5%, vísitala neysluverðs um 2,1%

Regluleg laun hækkuðu að meðaltali um 1,5% milli 1. árs-fjórðungs 2003 og 1. ársfjórðungs 2004, skv. launakönnun Kjararannsóknarnefndar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 2,1% og rýrnaði skv. því kaupmáttur launa að meðaltali um 0,6%. Launahækkun starfsstétta var á bilinu 0,5% til 2,6%. Laun kvenna hækkuðu um 1,6% en karla um 1,5%. Sjá nánar í fréttabréfi KRN.