Lækkun vörustjórnunarkostnaðar

Kostnaður við flutninga, birgðahald og stjórnun þessara liða fyrir dagvöru nemur 14,3% af smásöluveltu dagvöru, að því er fram kemur í nýrri úttekt á vörustjórnunar-kostnaði á Íslandi sem IMG Deloitte og Byggðarannsókna-stofnun Íslands framkvæmdu. Samkvæmt skýrslunni er hægt að lækka vörustjórnunarkostnað á ýmsan hátt. Sjá nánar á vef SVÞ.