Vinnumarkaður - 

11. September 2018

Lækkun tryggingagjalds er mikilvægt skref

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lækkun tryggingagjalds er mikilvægt skref

Samtök atvinnulífsins fagna boðaðri lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2019. Áformuð er lögfesting lækkunar um 0,5% í tveimur áföngum í ársbyrjun 2019 og 2020.

Samtök atvinnulífsins fagna boðaðri lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2019. Áformuð er lögfesting lækkunar um 0,5% í tveimur áföngum í ársbyrjun 2019 og 2020.

Lækkun gjaldsins er mikilvægt framlag til atvinnusköpunar, gefur fyrirtækjunum viðspyrnu í krefjandi árferði og treystir þannig hag allra landsmanna. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur farið þverrandi á undanförnum misserum og jafngildir lækkunin 8 milljörðum króna þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Tryggingagjald er einn stærsti tekjustofn ríkissjóðs og mun skila ríkissjóði um 100 milljörðum króna á árinu 2019.

Tryggingagjaldið bitnar sérstaklega á litlum fyrirtækjum þar sem laun eru yfirgnæfandi hluti rekstrargjalda, en lítil fyrirtæki eru meginuppspretta nýrra starfa í efnahagslífinu. Lækkun gjaldsins styrkir nýsköpun og stuðlar að bættum hag landsmanna.

Samtök atvinnulífsins