Lækkun stýrivaxta jákvætt skref

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Hann segir að þetta sé gott fyrsta skref en stýrivextir verði að fara niður í 7-8%. Þá verði að lækka hratt og örugglega. Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti í 12% úr 15,5%.

Rætt var við Vilhjálm í kvöldfréttum RÚV 15. október