Lækkun matvælaverðs - fundur 7. september

Fimmtudaginn 7. september nk. standa SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu fyrir morgunverðarfundi á Hótel Nordica um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Erindi flytja þeir Hallgrímur Snorrason Hagstofustjóri og formaður matvælaverðsnefndar forsætisráðherra sem nýlega lauk störfum, Thomas Svaton framkvæmdastjóri Svensk dagligvaruhandel, og Ágúst Einarsson prófessor, auk Sigurðar Jónssonar framkvæmdastjóra SVÞ. Sjá nánar á vef SVÞ.