Lækkun á greiðslum í starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks hefur tekið í notkun nýjan vef þar sem er að finna margvíslegar upplýsingar um skyldur fyrirtækja gagnvart sjóðnum ásamt upplýsingum um rétt þeirra. Almennt borga fyrirtæki 0,15% af launum  verslunar- og skrifstofufólks í  sjóðinn en geta sótt um lækkun á framlaginu í 0,05% ef þau standa sig vel í starfsmenntamálum. Að auki geta þau sótt um styrki til sjóðsins. Sjóðurinn er eign Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Landssambands ísl. verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins. Markmið sjóðsins er að auka hæfni og menntun verslunar- og skrifstofufólks, ásamt því að stuðla að auknu framboði af námi og námsefni sem svari þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Sjá nánar: www.starfsmennt.is.