Lægstu laun hafa hækkað mest

Mjög hefur verið rætt um þróun lægstu launa hér á landi í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru 21. desember síðastliðinn milli SA og aðildarsamtaka ASÍ. Hafa samningarnir meðal annars verið gagnrýndir fyrir að hækka ekki lægstu laun nægjanlega mikið umfram almenna launahækkun. Niðurstaða samninganna var 2,8% almenn launahækkun, þó að lágmarki 8.000 kr. á mánuði. Sérstök hækkun lægstu launa var útfærð þannig að launataxtar undir 230.000 kr. hækkuðu um 9.750 kr., eða sem samsvarar 5% á lægstu byrjunarlaun.

Í þessu felst að lægstu laun hækka nálægt tvöfalt meira hlutfallslega en hærri laun. Það er svipuð niðurstaða og undanfarin ár, en samningurinn nú felur í sér að sjöunda árið í röð eru lægstu laun hækkuð umtalsvert umfram hærri laun.