Kynningarfundur um skuldamál fyrirtækja hefst kl. 8:30

Nýtt víðtækt samkomulag um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður kynnt stjórnendum fyrirtækja á opnum fundi á Grand Hótel Reykjavík í dag kl. 8:30. Að samkomulaginu standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. Um 300 stjórnendur hafa  boðað komu sína á fundinn. Fjallað verður um efni fundarins hér á vef SA að honum loknum,

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Arion banka, flytja framsögur.

Fulltrúar bankanna taka þátt í umræðum ásamt frummælendum og svara spurningum úr sal, þau Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Fundarstjóri er Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.