Kynningarfundur fyrir félagsmenn SA um nýja kjarasamninga (1)

Samtök atvinnulífsins efna til kynningarfundar fyrir aðildarfyrirtæki SA um nýja kjarasamninga þriðjudaginn 10. maí á Hótel Nordica kl. 8.30-10.00. Fundurinn fer fram í sal H&I á 2. hæð. Helstu atriði samninganna verða kynnt félagsmönnum ásamt því sem fram fara umræður og fyrirspurnir. Fundurinn verður sendur út á vefnum til aðildarfyrirtækja SA á landsbyggðinni. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga á almennum vinnumarkaði til þriggja ára við Alþýðusamband Íslands og landssambönd þess fimmtudaginn 5. maí 2011.

Aðildarfyrirtæki SA munu kjósa um gildistöku kjarasamninganna í rafrænni atkvæðagreiðslu sem hefst mánudaginn 9. maí 2011. Nálgast má samningana á upplýsingasíðu SA  ásamt yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands í tengslum við kjarasamningana. 

UPPLÝSINGAVEFUR SA UM NÝJA KJARASAMNINGA