Kynjahlutföll jöfnuð í lífeyrissjóðunum

Samtök atvinnulífsins skipa í 24 sæti stjórnarmanna í 9 lífeyrissjóðum. Lífeyrissjóðirnir eru mikilvægt fjárhagslegt afl en í árslok síðasta árs nam hrein eign allra lífeyrissjóðanna í landinu um 1.650 milljörðum króna. Þór Sigfússon, formaður SA, segir gríðarlega mikilvægt fyrir landsmenn að sjóðunum sé stjórnað faglega en Samtök atvinnulífsins hafa viljað auka fjölbreytni stjórnarmanna og rétta hlut kynjanna innan stjórnanna. Árið 2008 voru konur helmingur tilnefndra stjórnarmanna SA og skipa nú konur fjórðung af þeim sætum sem SA skipa í lífeyrissjóðunum. Áfram verður haldið á þessari braut.

Þetta kom fram á afmælisráðstefnu Háskólans á Bifröst sem fram fór í dag í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan var jafnframt lokaráðstefna verkefnisins um Jafnréttiskennitöluna.

Sjá nánar:

Erindi Þórs Sigfússonar (Word-skjal)