Efnahagsmál - 

09. október 2001

Krónan í vegi erlendrar fjárfestingar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Krónan í vegi erlendrar fjárfestingar

Í pallborðsumræðum á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva kom m.a. fram að forystumenn í sjávarútvegi vilja heimila beina eignaraðild útlendinga að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum (í mismiklum mæli þó). Þá vilja þeir að skrá megi hlutabréf félaga í erlendri mynt. Fram kom sú skoðun forstjóra SÍF að vantraust erlendra aðila á íslensku krónunni sé ástæða lítillar erlendrar fjárfestingar hér á landi. Þá kom fram í máli aðalhagfræðings Seðlabankans að aukning opinberra útgjalda héldi uppi háum vöxtum, og að forystumenn Seðlabankans óttast enn frekari samdrátt en nú er búist við.

Í pallborðsumræðum á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva kom m.a. fram að forystumenn í sjávarútvegi vilja heimila beina eignaraðild útlendinga að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum (í mismiklum mæli þó). Þá vilja þeir að skrá megi hlutabréf félaga í erlendri mynt. Fram kom sú skoðun forstjóra SÍF að vantraust erlendra aðila á íslensku krónunni sé ástæða lítillar erlendrar fjárfestingar hér á landi. Þá kom fram í máli aðalhagfræðings Seðlabankans að aukning opinberra útgjalda héldi uppi háum vöxtum, og að forystumenn Seðlabankans óttast enn frekari samdrátt en nú er búist við.


Yfirskrift pallborðsumræðunnar var "Krónan, evran, vextir og verðbólga." Umræðum stýrði Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þátttakendur í pallborði voru Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF, Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP verðbréfa og Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.


Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu Samtaka fiskvinnslustöðva.

Samtök atvinnulífsins