Efnahagsmál - 

05. Nóvember 2013

Kröfur SGS um hækkun launa á annan tug prósenta

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kröfur SGS um hækkun launa á annan tug prósenta

Þær kröfur sem Starfsgreinasambandið (SGS) hefur sett fram í kjaraviðræðunum þýða á annan tug prósenta hækkun launakostnaðar að mati Samtaka atvinnulífsins. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Morgunblaðsins í dag. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur SGS í engu samræmi við breytta nálgun á kjarasamningsgerð sem samtökin hafa talað fyrir. Seðlabankinn hafi fært sterk rök fyrir að síðustu samningar hafi slegið verulega á efnahagsbata og valdið verðbólgu. Kröfur SGS hafi ennþá frekari áhrif í þá átt, verði þær að veruleika.

Þær kröfur sem Starfsgreinasambandið (SGS) hefur sett fram í kjaraviðræðunum þýða á annan tug prósenta hækkun launakostnaðar að mati Samtaka atvinnulífsins. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Morgunblaðsins í dag. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur SGS í engu samræmi við breytta nálgun á kjarasamningsgerð sem samtökin hafa talað fyrir. Seðlabankinn hafi fært sterk rök fyrir að síðustu samningar hafi slegið verulega á efnahagsbata og valdið verðbólgu. Kröfur SGS hafi ennþá frekari áhrif í þá átt, verði þær að veruleika. 

Þorsteinn segir að útspil SGS hafi valdið SA talsverðum vonbrigðum og ekki sé neinn viðræðugrundvöllur á þessum nótum á milli aðila.

Fréttablaðið fjallar einnig um málið í dag. Þar undirstrikar Þorsteinn að æskilegt væri að launaþróun hér á landi verði sambærileg við launaþróun í nágrannalöndunum þar sem tekist hefur að auka kaupmátt meira en hér á landi með hófstilltum launahækkunum. "Þar er verið að semja um hálfs til tveggja prósenta launahækkanir á ári," segir Þorsteinn.

Ef kröfur SGS næðu fram að ganga myndi verðbólgan aukast umtalsvert sem er skaðlegt fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki. Skuldir heimilanna nema nú um 2.000 milljörðum króna, þannig að hver prósenta í verðbólgu leggur 20 milljarða króna byrði á heimilin í formi vaxta og verðbóta. Til samanburðar nema heildarlaun landsmanna ríflega 800 milljörðum króna og því hækka tekjur heimilanna um 8 milljarða króna þegar launa hækka um eina prósentu og um 5 milljarða króna eftir greiðslu  tekjuskatts. Ávinningur heimilanna af 1% hjöðnun verðbólgu er því að minnsta kosti fjórfalt meiri en af 1% launahækkun.

Íslensk fyrirtæki eru líka mjög skuldsett. Skuldir fyrirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu eru hvergi hærri en hér á landi, eða sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu. Ávinningur fyrirtækja af lækkun vaxta er því líka mikill og heimilin munu jafnframt njóta þess í lægra vöruverði.

Tengt efni:

Ný úttekt aðila vinnumarkaðarins á efnahagsumhverfi og launaþróun

Betri lífskjör með minni verðbólgu, lægri vöxtum og nýjum störfum

Kjarasamningar og vinnumarkaður á Norðurlöndum (PDF)

Samtök atvinnulífsins