Kristófer Már lætur af störfum hjá SA

Í kjölfar flutnings og breytinga á rekstri Evrópuskrifstofu atvinnulífsins í Brussel hefur Kristófer Már Kristinsson ákveðið að flytja heim og hefur hann látið af störfum hjá Samtökum atvinnulífsins, eftir nær ellefu ára starf hjá SA og þar áður Vinnuveitendasambandi Íslands og Samtökum iðnaðarins. Samtökin þakka Kristófer vel unnin störf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Gústaf Adolf Skúlason tekur við stöðu fastafulltrúa SA hjá UNICE, Evrópusamtökum atvinnulífsins, með aðsetur á Íslandi. Jafnframt hefur verið ráðinn í starfsmaður í hlutastarf með aðsetur í Brussel.