Kristján og Harpa til rekstrarsviðs SA

Kristján Jón Jónatansson hefur verið ráðinn fjármálastjóri rekstrarsviðs SA og hefur hann þegar hafið störf. Kristján er með MS gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Síðastliðin tvö ár starfaði Kristján sem aðalbókari hjá Byko og þar áður í um 6 ár hjá Deloitte við endurskoðun og reikningshald.

Þá hefur Harpa Björt Barkardóttir verið ráðin innheimtufulltrúi á rekstrarsviði SA. Harpa er viðurkenndur bókari og starfaði lengst af hjá sérvörusviði Haga við ýmis birgðar- og bókhaldsstörf auk Pennans Eymundsson.

Samtök atvinnulífsins bjóða Kristján og Hörpu velkomin til starfa. Rekstrarsviðið sinnir þjónustu við Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök þeirra, auk fleiri aðila í Húsi atvinnulífsins.