„Krabbamein og vinnandi fólk“ - erindin á netinu
Ráðstefnan var haldin af Krabbameinsfélaginu í samstarfi við
Samtök atvinnulífsins o.fl. Fluttur var fjöldi fróðlegra erinda um
viðbrögð stjórnenda og vinnustaða þegar starfsmenn veikjast af
krabbameini eða öðrum alvarlegum sjúkdómum, um líðan sjúklinga,
veikindarétt, áfallahjálp, endurhæfingu og batnandi lífshorfur
krabbameinssjúklinga. Áhersla var lögð á mikilvægi sveigjanleika í
starfi og starfshlutfalli í tengslum við meðferð og endurhæfingu.
Jafnframt kom fram að fyrirtæki eru misvel í stakk búin til að mæta
þörfum starfsmanna sem veikjast af krabbameini eða öðrum alvarlegum
sjúkdómum. Fjallað var um leiðir sem fyrirtæki geta farið til að
undirbúa sig og mæta slíkum kringumstæðum. Erindi ráðstefnunnar er
að finna á heimasíðu
Krabbameinsfélagsins, ýmist í heild eða útdrætti.