Kosningu formanns SA lýkur kl. 16 í dag

Rafrænni kosningu formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2019-2020 lýkur í dag kl. 16. Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna.

Eyjólfur Árni Rafnsson gefur áfram kost á sér sem formaður SA en hann tók við sem formaður á aðalfundi SA 2017. Aðildarfyrirtæki SA fengu sent lykilorð til að taka þátt í kosningunni sem hófst 21. mars.

Hægt er að kjósa hér á vef SA

Tilkynning Eyjólfs Árna

Niðurstaða formannskjörs verður kynnt á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fer fram á Grand Hótel Reykjavík í salnum Háteigi á morgun þriðjudaginn 9. apríl kl. 12-14.

Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnendur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins ásamt starfsmönnum SA og aðildarsamtaka. Hægt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Ársfundur atvinnulífsins 2019 sem er öllum opinn og hefur verið haldinn í kjölfar aðalfundar, verður að þessu sinni haldinn fimmtudaginn 17. október kl. 14-16 í Hörpu. Þá verða liðin 20 ár frá stofnun Samtaka atvinnulífsins.