Kosningu formanns SA lýkur á miðvikudaginn

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins stendur nú yfir meðal aðildarfyrirtækja samtakanna og er þátttaka í kosningunni góð. Þór Sigfússon, formaður SA, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður. Þór er að ljúka sínu fyrsta starfsári sem formaður Samtaka atvinnulífsins en hann tók við formennsku á aðalfundi  SA þann 18. apríl 2008. Rafrænni kosningu lýkur kl. 12:00 á aðalfundardag þann 22. apríl 2008 - aðildarfyrirtæki SA eru hvött til að taka þátt í kosningunni.

Smellið hér til að kjósa