Kosningu formanns SA lýkur á hádegi á fimmtudaginn

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins stendur nú yfir meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, gefur áfram kost á sér sem formaður. Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa fengið send lykilorð í pósti til að taka þátt í kosningunni en henni lýkur kl. 12 fimmtudaginn 7. apríl. Aðalfundur SA fer fram á Hótel Nordica kl. 13-16 sama dag undir yfirskriftinni Atvinnuleiðin út úr kreppunni. Opin dagskrá hefst kl. 14 og stendur skráning yfir á vef SA.

Á forsíðu vefs SA -  er hnappur merktur Formannskjör. Smellt er á hnappinn til að komast inn á sérstakan kosningarvef. Þar nálgast félagsmenn kjörseðil sinn með hjálp lykilorðsins.

Sjáumst á Nordica 7. apríl!

Dagskrá og skáning á aðalfund SA 

Formaður SA, Vilmundur Jósefsson, og forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, munu ávarpa fundinn auk þess sem fjórir öflugir stjórnendur munu fjalla um atvinnuleiðinna út úr kreppunni.

Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu og Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Íslenskra fjallaleiðsögumanna.

Fundarstjóri er Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi.

Nánari upplýsingar um kosingu formanns SA má fá á skrifstofu SA í síma 591 0000.

Kosningakerfið er hannað af fyrirtækinu Outcome hugbúnaði ehf. og mun umsjón kosninganna vera hjá þeim. Atkvæði kjósenda verða ekki rakin af SA og kosningin því leynileg.