Vinnumarkaður - 

05. Júní 2008

Konum fjölgar í stjórnum og æðstu stjórnendastöðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Konum fjölgar í stjórnum og æðstu stjórnendastöðum

Rannsóknasetur vinnuréttar hefur birt upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum og meðal æðstu stjórnenda í 120 stærstu fyrirtækjunum á Íslandi fyrir árið 2008. Helstu niðurstöður eru þær að konur skipa 13% stjórnarsæta og eru æðstu stjórnendur fyrirtækja í 8% tilvika. Hlutfall kvenna meðal æðstu yfirmanna, þ.e. þeirra sem koma næstir í skipuriti á eftir æðsta stjórnanda, er 19%. Þetta er jákvæð breyting frá árinu 2007 því konum hefur fjölgað milli ára í stjórnum og æðstu stjórnendastöðum. Í þrettán af 120 stærstu fyrirtækjum landsins er stjórnarformaðurinn kona en árið 2007 voru aðeins þrjár konur stjórnarformenn í 100 stærstu fyrirtækjunum. Þeim fyrirtækjum fækkar töluvert milli ára þar sem engin kona er í stjórn. Birting upplýsinganna er liður í verkefninu Jafnréttiskennitalan, en SA eru meðal samstarfsaðila þess.

Rannsóknasetur vinnuréttar hefur birt upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum og meðal æðstu stjórnenda í 120 stærstu fyrirtækjunum á Íslandi fyrir árið 2008. Helstu niðurstöður eru þær að konur skipa 13% stjórnarsæta og eru æðstu stjórnendur fyrirtækja í 8% tilvika. Hlutfall kvenna meðal æðstu yfirmanna, þ.e. þeirra sem koma næstir í skipuriti á eftir æðsta stjórnanda, er 19%. Þetta er jákvæð breyting frá árinu 2007 því konum hefur fjölgað milli ára í stjórnum og æðstu stjórnendastöðum. Í þrettán af 120 stærstu fyrirtækjum landsins er stjórnarformaðurinn kona en árið 2007 voru aðeins þrjár konur stjórnarformenn í 100 stærstu fyrirtækjunum. Þeim fyrirtækjum fækkar töluvert milli ára þar sem engin kona er í stjórn. Birting upplýsinganna er liður í verkefninu Jafnréttiskennitalan, en SA eru meðal samstarfsaðila þess.

Sjá nánar á vef Háskólans á Bifröst

Niðurstöðurnar í heild má nálgast hér (PDF)

Samtök atvinnulífsins