Kolbeinn Árnason ráðinn framkvæmdastjóri LÍÚ

Kolbeinn Árnason

Kolbeinn Árnason lögmaður hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna og hefur störf í næsta mánuði. Kolbeinn lauk laganámi frá Háskóla Íslands 1997 og stundaði framhaldsnám lögfræði við University of Leuven 2006. Kolbeinn var skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins og síðar fiskveiðistjórnarskrifstofu ráðuneytisins í samtals rúm sex ár. Á þeim tíma var hann m.a. formaður samninganefnda Íslands um deilistofna og sendinefnda Íslands hjá alþjóðlegum fiskiveiðistjórnarstofnunum.

Þá var Kolbeinn fulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins í fastanefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu í tvö ár. Kolbeinn á sæti í samninganefnd Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og er formaður samningahóps um sjávarútvegsmál. Kolbeinn starfar nú sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings hf.

Kolbeinn er kvæntur Evu Margréti Ævarsdóttur lögmanni og eiga þau eina dóttur.