Vinnumarkaður - 

01. nóvember 2007

Kjaraviðræður að hefjast

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kjaraviðræður að hefjast

Starfsgreinasamband Íslands og Flóabandalagið hafa nú kynnt sínar megináherslur í komandi kjaraviðræðum. Endanlegar kröfugerðir verða þó ekki lagðar fram fyrr en um miðjan nóvember. Rafiðnaðarsambandið hefur lagt fram kröfugerð og munu viðræður hefjast fljótlega. Önnur félög hafa ekki lagt fram kröfugerðir.

Starfsgreinasamband Íslands og Flóabandalagið hafa nú kynnt sínar megináherslur í komandi kjaraviðræðum. Endanlegar kröfugerðir verða þó ekki lagðar fram fyrr en um miðjan nóvember. Rafiðnaðarsambandið hefur lagt fram kröfugerð og munu viðræður hefjast fljótlega. Önnur félög hafa ekki lagt fram kröfugerðir.

Á Vinnumarkaðsvef SA má nálgast þær kröfugerðir sem þegar hafa verið lagðar fram. Þau fyrirtæki sem vilja koma á framfæri tillögum til samningamanna SA geta sent tölvupóst til samtakanna eða haft beint samband við ábyrgðarmann kjarasamningsins eða umsjónarmann sérsviðs. Stjórnendur margra fyrirtækja koma beint að kjaraviðræðum vegna aðildar fyrirtækjanna að samningum en SA leita einnig til fjölda fyrirtækja um upplýsingar, tillögur og liðsinni. Aðildarfyrirtækjum gefst einnig kostur á að óska eftir beinni aðkomu að kjaraviðræðum. Í því felst þátttaka í bakhópum SA og eftir atvikum í samninganefndum. Öllum aðildarfyrirtækjum SA gefst kostur á að fylgjast með gangi viðræðna í gegn um skrifstofu og heimasíðu SA.

Samtök atvinnulífsins