Kjarasamningur við verk- og tæknifræðinga samþykktur

Kjarasamningur SA við stéttarfélög verk-, tækni-, bygginga- og tölvunarfræðinga var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA. Samningurinn gildir frá 1. apríl og nær hann til félagsmanna í SV, KTFÍ, SFB og ST sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA.

Kjarasamningurinn er að mestu samhljóða kjarasamningi sem SA gerðu haustið 2008 við 14 aðildarfélög BHM. Lögð er áhersla á samningsfrelsi aðila og eru því hvorki ákvæði um lágmarkslaun né launabreytingar í samningnum. Ýmis ákvæði samningsins gilda einungis ef ekki er um annað samið í ráðningarsamningi. Heimilt er að fella greiðslur fyrir allt vinnuframlag starfsmanns inn í ein heildarlaun. Samningurinn hefur einnig að geyma  bindandi ákvæði. Greiða ber í sjúkrasjóð af félagsbundnum starfsmönnum, samið er um lágmarksorlof, veikindarétt, slysatryggingar og uppsagnarfrest. Einnig ber að greiða í orlofssjóð, sé ekki samið við starfsmann um annað fyrirkomulag.

Hægt er að nálgast samninginn á slóðinni: www.sa.is/kjaramal/kjarasamningar-2011

Kjarasamningurinn getur kallað á endurskoðun ráðningarsamninga starfsmanna sem undir samninginn falla. Lögmenn SA aðstoða aðildarfyrirtækin við gerð ráðningarsamninga og aðlögun að þessum nýja kjarasamningi.

Nánari upplýsingar veita:

Ragnar Árnason (ragnar@sa.is , s. 8210019)

Hrafnhildur Stefánsdóttir (hrafnhildur@sa.is , s. 821 0020)