Kaupmáttur launa jókst um 1,4% á almennum vinnumarkaði

Regluleg laun  hækkuðu að meðaltali um 5,4% á tímabilinu frá 3. ársfjórðungi 2004 til 3. ársfjórðungs 2005 í iðnaði, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, verslun og viðgerðarþjónustu. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 4,0%. Samkvæmt því jókst kaupmáttur launa að meðaltali um 1,4% í þessum atvinnugreinum, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Sjá nánar á vef Hagstofunnar