Kaupmáttur jókst um 3,2%
Á tímabilinu frá 2. ársfjórðungi 2002 til 2. ársfjórðungs 2003
hækkuðu regluleg laun að meðaltali um 5,2%, samkvæmt niðurstöðum
launakönnunar Kjararannsóknar-nefndar (KRN). Á sama tíma hækkaði
vísitala neysluverðs um 2,0% og samkvæmt því jókst kaupmáttur að
meðaltali um 3,2%.
Sjá nánar í fréttabréfi KRN.