Kaupmáttur jókst um 0,7%

Regluleg laun hækkuðu að meðaltali um 4,0% milli 2. ársfjórðungs 2003 og 2. ársfjórðungs 2004, skv. launa-könnun Kjararannsóknarnefndar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 3,3% og samkvæmt því jókst kaupmáttur launa að meðaltali um 0,7%. Launahækkun starfsstétta var á bilinu 2,4% til 4,7%. Laun kvenna hækkuðu um 4,5% en karla um 3,8%. Laun á höfuðborgarsvæði hækkuðu um 4,3% en laun utan höfuðborgarsvæðis um 3,6%.

Þessi niðurstaða markast nokkuð af því að verslunarmenn og iðnaðarmenn fengu launahækkanir á miðjum fjórðungnum skv. nýgerðum kjarasamningum, en hins vegar voru kjarasamningar verkafólks að fullu komnir til framkvæmda  þegar þessi mæling var gerð.

Sjá nánar í fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar.