Kaupmáttur dagvinnulauna jókst um 4,3%

Samkvæmt niðurstöðum launakönnunar Kjararannsóknarnefndar fyrir 4. ársfjórðung 2000 jókst kaupmáttur dagvinnulauna um 4,3% frá 4. ársfjórðungi 1999. Dagvinnulaun hækkuðu að meðaltali um 8,8% á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% og því jókst kaupmáttur dagvinnulauna um 4,3%, samkvæmt frétt frá Kjararannsóknarnefnd. Launahækkun starfsstétta var á bilinu 7,9% til 10,2% að meðaltali. Laun kvenna hækkuðu um 9,4% en laun karla um 8,5%. Laun á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu um 9,5% en laun utan höfuðborgarsvæðis um 8,1%.

Meðfylgjandi er fréttabréf Kjararannsóknarnefndar (pdf-snið).