Karlar um borð – karlaráðstefna um jafnréttismál 1. des.

Hafa karlar skoðun á jafnréttismálum? Vilja karlar sömu laun fyrir sömu vinnu? Eru jafnréttismál kvennabarátta? Þessar spurningar o.fl. verða til umfjöllunar á karlaráðstefnu um jafnréttismál, sem haldin verður í Salnum Kópavogi fimmtudaginn 1. desember nk. kl. 9 til 12. Ráðstefnan er eingöngu ætluð körlum, með þeirri undantekningu að Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mun ávarpa ráðstefnuna og sitja hana sem verndari og heiðursgestur. Að ráðstefnunni standa SA, félagsmálaráðuneytið, Íslandsbanki, Morgunblaðið, VR og Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Sjá nánar á vef félagsmálaráðuneytisins.