Vinnumarkaður - 

26. Júní 2006

Karlar skipta frekar en konur um starf vegna launa

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Karlar skipta frekar en konur um starf vegna launa

Ríflega þrisvar sinnum fleiri konur en karlar nefna fjölskylduábyrgð sem ástæðu fyrir skiptum á vinnuveitanda og tæplega helmingi fleiri karlar en konur nefna „hærri laun/launatengt“. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem IMG Gallup hefur gert fyrir Jafnréttisráð. Könnunin virðist því staðfesta að fjölskylduábyrgð hafi meiri áhrif á vinnumarkaðsstöðu kvenna en karla og að karlar skipti frekar en konur um vinnu vegna launamála. Einnig var spurt um tíma sem varið er til heimilisstarfa og launavinnu og kemur ekki á óvart að þar er verulegur kynjamunur. Konur verja mun meiri tíma en karlar til heimilisstarfa en karlar á hinn bóginn mun meiri tíma í launavinnu en konur. Sjá nánar á vefsíðu Jafnréttisráðs.

Ríflega þrisvar sinnum fleiri konur en karlar nefna fjölskylduábyrgð sem ástæðu fyrir skiptum á vinnuveitanda og tæplega helmingi fleiri karlar en konur nefna „hærri laun/launatengt“. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem IMG Gallup hefur gert fyrir Jafnréttisráð. Könnunin virðist því staðfesta að fjölskylduábyrgð hafi meiri áhrif á vinnumarkaðsstöðu kvenna en karla og að karlar skipti frekar en konur um vinnu vegna launamála. Einnig var spurt um tíma sem varið er til heimilisstarfa og launavinnu og kemur ekki á óvart að þar er verulegur kynjamunur. Konur verja mun meiri tíma en karlar til heimilisstarfa en karlar á hinn bóginn mun meiri tíma í launavinnu en konur. Sjá nánar á vefsíðu Jafnréttisráðs.

Samtök atvinnulífsins