Jón Sigurðsson til SA

Jón Sigurðsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri á stefnumótunar- og samskiptasviði Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur störf í byrjun júní, í nýju húsnæði samtakanna í Borgartúni 35. Verkefni Jóns hjá SA munu m.a. snúa að mennta-, samkeppnis- og skattamálum.

Jón er rekstrarhagfræðingur (MBA) og hefur einnig menntun í menntunarfræðum, íslenskum fræðum og sagnfræði. Hann hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins og sem rektor Samvinnuháskólans á Bifröst. Undanfarið hefur Jón verið verkefnisstjóri hjá Verslunarráði Íslands, jafnframt því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum á vegum fyrirtækja og félagasamtaka.