Jákvæð lækkun stýrivaxta Seðlabankans

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, en peningastefnunefnd bankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti  um eitt prósentustig í 4,5%. Vilhjálmur segir í samtali við mbl.is að Seðlabankinn hafi stigið mjög myndarlegt skref að þessu sinni og vextir á Íslandi nálgist nú stýrivexti a evrusvæðinu.

Aðspurður segir Vilhjálmur að þessi lækkun komi fyrirtækjum í landinu vel en enn eigi eftir að taka nokkur skref til viðbótar. Það styttist í að vaxtamunurinn verði innan við 3% á milli Íslands og evrusvæðisins. Stýrivextir Seðlabanka Evrópu eru nú 1% og hafa verið um langt skeið.

Yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands má nálgast hér að neðan en vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka um 0,5 prósentur í 3,5% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum og á lánum gegn veði til sjö daga lækka um 1,0 prósentu í 4,25% og 4,5%. Þá lækka daglánavextir um 1,5 prósentur í 5,5%.

Fréttatilkynning Seðlabanka Íslands  8.desember 2010