Jákvæð frétt: Rifós eykur bleikjueldi til útflutnings

Hjá fiskeldisfyrirtækinu Rifósi hf. í Kelduhverfi horfa menn bjartsýnir fram á veginn og eru að búa sig undir stækkun fyrirtækisins. "Við erum að hefja uppbyggingu á bleikjueldi á landi," segir Hlífar Karlsson, framkvæmdastjóri Rifóss en um algera stefnubreytingu er að ræða þar sem allt eldi fyrirtækisins hefur verið í sjókvíum hingað til. "Við höfum einnig ákveðið að hætta laxeldi og snúa okkur alfarið að bleikjueldi til útflutnings á Ameríkumarkað."

Rifós hf. hefur nú starfsleyfi til 1.000 tonna eldis á bleikju að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hlífar segir að stefnt sé að því að 20% eldisins fari fram á landi til að byrja með en ef vel tekst til getur hlutfallið orðið allt að 40%.

Hlífar Karlsson, Rifósi.

"Þetta helgast af því að við höfum yfir að ráða 10°C eldishita frá náttúrulegum uppsprettum og búum þá við kjörhita allt árið á landi en í sjó er mikil hitasveifla og vaxtartíminn einungis 6-7 mánuðir. Hér er því um mjög gjaldeyrisskapandi uppbyggingu að ræða," segir Hlífar.

Samtök atvinnulífsins óska Rifósi góðs gengis við stækkunina og hvetja fólk úr atvinnulífinu til að senda okkur fleiri jákvæðar fréttir. Við viljum miðla því sem vel er gert og getur orðið fólki hvatning. Við munum birta fleiri jákvæðar fréttir næstu daga.

Pósthólfið er opið ...