Jákvæð frétt: Oxymap selur fimmtánda súrefnismælinn til Sviss

Súrefnismælir Oxymap

Nýsköpunarfyrirtækið Oxymap framleiðir súrefnismæli sem mælir súrefnismettun og æðavídd í augnbotni. Tækið er notað til rannsókna á augnsjúkdómum víða um heim. Búið er að selja súrefnismælinn í fjórum heimsálfum en í júní verður fimmtánda tækið afgreitt til Sviss.

Árni Þór Árnason, stjórnarformaður Oxymap segir verðmæti mælisins og tilheyrandi búnaðar vera um 12,4 milljónir íslenskra króna. "Íhlutir eru aðkeyptir en hugbúnaðurinn sem við notum er þróaður á Íslandi," segir Árni. Í dag starfa átta manns hjá Oxymap en fyrirtækið var stofnað í Reykjavík árið 2002.

SA óska Oxymap og starfsfólki þess til hamingju með áfangann. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemina betur á vef fyrirtækisins.

Sendu SA jákvæða frétt. Við viljum miðla því sem vel er gert og getur orðið fólki hvatning. Við munum birta fleiri jákvæðar fréttir næstu daga.

Pósthólfið er opið ...