Jákvæð frétt: Bjóða upp á norðurljósaflug

Flugfélag Íslands hefur í samstarfi við Viking Inc. í Japan búið til nýja vöru - norðurljósaflug. Viking Inc. hefur þróað norðurljósaflugið í samstarfi við viðskiptavin sinn Club Tourism International Inc. (CTI) og að þeirra sögn er varan einstök á heimsvísu.

Viðskiptavinir CTI koma til Íslands í október 2013 og febrúar 2014 til að skoða norðurljósin. Farþegar koma seint að kvöldi á Reykjavíkurflugvöll og fljúga í 60 mínútna leiguflugi fyrir ofan skýin til að skoða norðurljósin.

Í jákvæðri frétt frá Flugfélagi Íslands segir að það verði gaman að fylgjast með viðtökunum við þessari nýsköpun í ferðaþjónustu en salan í Japan gengur vel og því lofar framtakið góðu.

Á myndinni hér að neðan eru Ingi Þór Guðmundsson forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands, Ms. Ami Hisamatsu frá CTI, Bergþóra Ragnarsdóttir í leiguflugsdeild Flugfélags Íslands, Mr. Yasuaki Yokokawa, framkvæmdastjóri Viking Inc.,GSA í Japan.

Samtök atvinnulífsins þakka Flugfélagi Íslands fyrir að senda okkur þessa jákvæðu frétt og óska fyrirtækinu góðs gengis í norðurljósafluginu.

Sendu okkur jákvæða frétt! Samtök atvinnulífsins vilja miðla því sem vel er gert í atvinnulífinu og getur orðið fólki hvatning.

Pósthólfið er opið fyrir jákvæðar fréttir ...