Fréttir - 

11. Nóvember 2015

Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact

Samtök atvinnulífsins, UN Women á Íslandi og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð standa fyrir morgunfundi um Jafnréttissáttmála UN Women og Global Compact í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 12. nóvember kl. 8.30-10.

Samtök atvinnulífsins, UN Women á Íslandi og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð standa fyrir morgunfundi um Jafnréttissáttmála UN Women og Global Compact í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 12. nóvember kl. 8.30-10.

Fundurinn er ætlaður sem vettvangur fyrir fyrirtæki og stofnanir til að læra og deila reynslu sinni af því að stuðla að jafnrétti á sínum vinnustað.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA býður gesti velkomna, Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona hjá UN Women á Íslandi, kynnir Jafnréttissáttmálann, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, flytja erindi um hvernig Jafnréttissáttmálinn var innleiddur í fyrirtækjunum þeirra og hvernig stuðlað er að jafnrétti innan fyrirtækjanna.

Þá mun Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, kynna lögbundið hlutverk fyrirtækja á sviði jafnréttismála og stuðning stofunnar við þá vinnu.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact – Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. 

Allir velkomnir, létt morgunhressing frá kl. 8.15, vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan. 

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins