Jafnrétti meira meðal yngra fólks

Það er með öllu óljóst að breytingar sem lagðar eru til í frumvarpi félagsmálaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, muni breyta einhverju um hlutfallslega stöðu karla og kvenna í atvinnulífinu. Fyrir því hafa ekki verið færð nein rök. Þetta kom m.a. fram í máli Hrafnhildar Stefánsdóttur, yfirlögfræðings Samtaka atvinnulífsins, á fundi Landssambands sjálfstæðiskvenna. Í erindi sínu rakti hún gagnrýni SA á frumvarpið og fór yfir rökstuðninginn sem að baki því liggur. Benti hún jafnframt á að nýleg könnun og rannsókn sýni að jafnrétti sé meira meðal yngra fólks en þeirra eldri og því vísbendingar um að jákvæðar breytingar séu að eiga sér stað á íslenskum vinnumarkaði - konur séu að sækja á.

Hrafnhildur vísaði meðal annars til könnunar Lögmannablaðsins frá því í september 2007 meðal lögmanna fyrirtækja og stofnana. Helmingur svarenda starfaði hjá fjármálafyrirtækjum en 62% hjá fyrirtækjum á almennum markaði. Könnunin sýndi að minni munur er á starfsframa yngri kvenna og karla en þeirra sem eldri eru. Meðfylgjandi mynd sýnir kynjaskiptingu deildarstjóra eða yfirlögfræðinga sem jafnframt eru lögmenn árið 2007.

Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu

Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu

Þá ræddi Hrafnhildur um rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á launasafni ParX viðskiptaráðgjafar IBM, en niðurstöður hennar sýndu 10-12% óútskýrðan mun á föstum mánaðarlaunum karla og kvenna -  ekki var tekið mið af ábyrgð og frammistöðu starfsmanna né fjölskylduaðstæðna. Rannsóknin er nákvæmari og mun umfangsmeiri en fyrri kannanir sem gerðar hafa verið hér á landi á launamun kynjanna og byggir á gögnum úr launabókhaldi 102 fyrirtækja sem ná til til ríflega 6.300 starfsmann

Á myndinni hér að neðan má sjá meðallaun kvenna í % af launum karla eftir aldri í launasafni ParX 2006. Launamunur meðal yngri fólks er lítill en hann er meiri hjá eldra fólki, sem skýrist m.a. af því að karlar yfir fertugu eru meira menntaðir og því í hærra launuðum störfum.

Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu

Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu

Þá vitnaði Hrafnhildur til könnunar sem Capacent Gallup vann fyrir félagsmálaráðuneytið í október 2006, en þar segir m.a. að vísbendingar um breytingar séu í sjónmáli, munur á meðaltalslaunum karla og kvenna hafi minnkað, kynbundinn munur á heildarlaunum stjórnenda hafi mælst 7,5% og að háskólamenntun skili körlum og konum sambærilegum launahækkunum, að jafnaði 25%.

Sjá nánar:

Glærur Hrafnhildar Stefánsdóttur (PPT)

Umfjöllun SA um frumvarpið

Umsögn SA til Alþingis (PDF)