Jafnrétti borgar sig - 26. september

Fimmtudaginn 26. september efnir ESB til málstofu á Íslandi um leiðir til að auka jafnrétti á vinnumarkaði og efla hlut kvenna í atvinnulífinu. Samtök atvinnulífsins eru meðal samstarfsaðila sem standa að málstofunni en þar verður m.a. rætt um nýja íslenska jafnlaunastaðalinn en SA og ASÍ höfðu frumkvæði að því að ráðist var í gerð hans árið 2008 og kostuðu ásamt velferðarráðuneyti. Yfirskrift málstofunnar er Jafnrétti borgar sig.

Málstofan fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 9-15 og er þátttaka án endurgjalds.

Málstofan fer fram á ensku. Hægt er að skrá sig hér að neðan og hvetja SA félagsmenn til að taka þátt.

Málstofan er hluti af verkefni ESB  Equality pays off.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um málstofuna 26. september

Smelltu hér til að skrá þátttöku