Íslendingar treysta eigin vinnuveitanda mjög vel

Íslendingar treysta vinnuveitendum sínum mjög vel en traust til vinnuveitenda fær mjög háa einkunn í árlegum mælingum Capacent á trausti. Aðeins Landhelgisgæslan og lögreglan njóta meira trausts meðal fólks. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir SA. Rúmlega þrír af hverjum fjórum (76,2%) eru jákvæðir gagnvart sínum vinnustað og bera mikið traust til eigin vinnuveitanda. Aðeins 10,7% bera lítið traust til eigin vinnuveitanda. Traust fólks á eigin vinnuveitanda eykst milli ára en á sama tíma fer traust fólks á stofnunum þjóðfélagsins almennt þverrandi samkvæmt mælingum Capacent.

Þetta eru ánægjulegar fréttir fyrir íslenskt atvinnulíf sem sýna að þrátt fyrir ýmis áföll í atvinnulífinu og mjög neikvæða umræðu ber almenningur mikið traust til íslenskra fyrirtækja.

Traust 1

Íslensk fyrirtæki sem heild njóta meira trausts en dómskerfið og þjóðkirkjan en þess ber að geta að þegar spurt var um almennt traust til þeirra þá lækkar það aðeins á milli ára. Samanburður við traust til stofnana samfélagsins er á myndinni hér að neðan.

Traust 2

Um var að ræða  netkönnun fyrir Samtök atvinnulífsins dagana 25. febrúar -3. mars 2012. Í úrtakinu voru 1350 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og þjóðskrá. Svarhlutfall var 64,8%.

Tengt efni:

Capacent - traust til stofnana