Vinnumarkaður - 

12. júní 2003

Íslendingar reiðubúnari að taka þátt í kostnaði við menntun sem tryggt getur þeim störf

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Íslendingar reiðubúnari að taka þátt í kostnaði við menntun sem tryggt getur þeim störf

Nær helmingur íbúa Evrópska efnahagssvæðisins, eða 47%, er ekki reiðubúinn að taka þátt í kostnaði við menntun sem tryggt getur þeim störf. Þetta er meðal niðurstaðna ítarlegrar könnunar CEDEFOP, miðstöðvar ESB um þróun starfsmenntamála, sem nánar verður kynnt á næstunni. Hérlendis var þetta hlutfall talsvert undir meðaltalinu, eða 38%, og samkvæmt því eru Íslendingar reiðubúnari til að taka þátt í kostnaði við menntun sem tryggt getur þeim störf, en almennt gildir um EES-borgara.

Nær helmingur íbúa Evrópska efnahagssvæðisins, eða 47%, er ekki reiðubúinn að taka þátt í kostnaði við menntun sem tryggt getur þeim störf. Þetta er meðal niðurstaðna ítarlegrar könnunar CEDEFOP, miðstöðvar ESB um þróun starfsmenntamála, sem nánar verður kynnt á næstunni. Hérlendis var þetta hlutfall talsvert undir meðaltalinu, eða 38%, og samkvæmt því eru Íslendingar reiðubúnari til að taka þátt í kostnaði við menntun sem tryggt getur þeim störf, en almennt gildir um EES-borgara.

Fjallað er um nokkrar af helstu niðurstöðum könnunarinnar í fréttabréfi DA, dönsku samtaka atvinnulífsins, en könnunin verður kynnt nánar hérlendis á næstunni, m.a. upplýsingar um stöðu Íslands í samanburðinum.

Könnunin náði til aðildarríkja ESB, auk Íslands og Noregs. Alls voru tekin viðtöl við 18.227 manns. Hérlendis var það IBM sem sá um framkvæmd könnunarinnar.

Samtök atvinnulífsins