Íslendingar eru framtakssamir samkvæmt nýjustu mælingum

Ný skoðanakönnun Capacent leiðir í ljós að tæplega 3 af hverjum 10 landsmanna hafa stofnað fyrirtæki um ævina, á eigin vegum eða í samstarfi við aðra. Hlutfall karla er hærra, 37% á móti 21% hjá konum. Í Reykjavík hafa 23% stofnað eigið fyrirtæki, í nágrannasveitarfélögunum er hlutfallið 27% en 36% utan höfuðborgarsvæðisins.

En hvað ber framtíðin í skauti sér?

Könnun Capacent sýnir að rúmlega 4 af hverjum 10 Íslendinga hafa mikinn eða nokkurn áhuga á að stofan eigið fyrirtæki. Næstum því annar hver karl (49%) vill stofna fyrirtæki en aðeins þriðjungur kvenna (33%).

 Ef horft er til ungs fólks þá hefur tæplega helmingur fólks á aldrinum 18-24 ára áhuga á að stofna eigið fyrirtæki, sem verður að teljast mjög gott.

Um könnunina:

Könnun Capacent var unnin fyrir Samtök atvinnulífsins, dagana 19.-30. september 2013 fyrir Litla Ísland. Um var að ræða netkönnun. Í úrtaki voru 1450 manns á landinu öllu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 844 og svarhlutfall því 58,2%.

Litla Ísland er á Facebook