Efnahagsmál - 

15. maí 2002

Ísland sker sig úr (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ísland sker sig úr (1)

Undanfarin ár hefur hið opinbera gengið á undan og hækkað laun verulega umfram það sem gerst hefur á almennum launamarkaði. Eins og meðfylgjandi myndir sýna sker Ísland sig úr í samanburði við helstu viðskiptaþjóðir okkar að þessu leyti.

Undanfarin ár hefur hið opinbera gengið á undan og hækkað laun verulega umfram það sem gerst hefur á almennum launamarkaði. Eins og meðfylgjandi myndir sýna sker Ísland sig úr í samanburði við helstu viðskiptaþjóðir okkar að þessu leyti.

(smellið á myndina)

(smellið á myndina)


Þvert á stefnu stjórnvalda
Í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins 7. maí sl. sagði Finnur Geirsson, formaður samtakanna, það útilokað að opinberir aðilar gætu leitt launaþróun í landinu með þessum hætti um margra ára skeið. "Engin leið er að halda því fram, að þessi mikli munur skýrist af erfiðleikum á samanburði eða tímabundnum áhrifum af mismunandi samsetningu þessara hópa. Hið opinbera, sem byggir á skattlagningu atvinnulífs og almennings, hefur tekið forystu um kostnaðarhækkanir í launum og öðrum starfskjörum, sem atvinnulífið getur ekki fylgt eftir. Slíkt getur ekki endað nema með ósköpum," sagði Finnur og bætti við að hætta væri á því að undanlátssemi við launakröfur opinberra starfsmanna yrði ávísun á nýja jafnvægisröskun með tilheyrandi verðbólgu, sem yrði ennþá erfiðara að eiga við en raunin hefði orðið á undanfarin misseri. Hann benti jafnframt á að þessi þróun hefði átt sér stað þvert á yfirlýsta stefnu stjórnvalda að það sé á almennum vinnumarkaði sem svigrúm til launakostnaðarhækkana sé ákvarðað.

Stjórnvöld misst tökin
"Svo virðist sem stjórnvöld hafi misst tökin á því hvernig laun hafa þróast hjá hinu opinbera og að opinberar stofnanir hafi ekki ráðið við þá valddreifingu sem reynd hefur verið í launamálum hins opinbera á undanförnum árum," sagði Finnur. Hann sagði að svo virtist sem aukið sjálfstæði opinberra stofnana og ábyrgð á tilteknum verkefnum innan ákveðins fjárhagsramma veitti ekki það aðhald sem einkafyrirtæki byggju við, þar sem viðkomandi rekstur stæði og félli með ákvörðunum þess sem væri í forsvari. Ef til vill byggju forsvarsmenn ríkisstofnana einnig við minni sveigjanleika í sínum rekstri en væri í einkafyrirtækjum og ættu því erfiðara með að draga úr kostnaðaráhrifum dýrra kjarasamninga.

Einkavæðing og útboð raunhæfasta lausnin
Finnur sagði það flókið viðfangsefni að samhæfa betur þróunina á vinnumarkaðinum. Raunhæfasta leiðin hlyti þó að fela í sér tilfærslu verkefna úr opinberri forsjá með einkavæðingu og útboði á verkefnum. Fyrirtæki sem byggju við sömu starfsskilyrði gætu þá keppt um starfsfólk og leiðir til aukinnar hagkvæmni.


Sjá ræðu Finns Geirssonar, formanns SA, á aðalfundi samtakanna 7. maí 2002 (pdf-snið).

 

Samtök atvinnulífsins