Ísland matarkista norðursins

Í ávarpi sínu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins 2013 fjallaði Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, um tengsl ferðamennsku og matvælaframleiðslu. "Ef spár um fjölgun ferðamanna rætast, þá jafngilda þær vexti í heildarmatvælaframleiðslu Íslendinga upp á 3 - 5% á ári. Þessi staðreynd kallar á alveg nýja sýn og stefnu fyrir íslenskan matvælaiðnað. Það er undir okkur komið hversu mikið af íslenskum mat þessir ferðamenn koma til með að borða. Hversu mikla mjólk, hversu mikið grænmeti, hversu mikið kjöt og hversu mikinn fisk."

Guðrún Hafsteinsdóttir á aðalfundi SA 2013

Guðrún segir útlit fyrir að íslenskur matvælaiðnaður hafi beinan aðgang að einni milljón erlendra neytenda á hverju ári hér á landi áður en langt um líður.

"Hvar er betra að byrja, í markaðssetningu íslenskra matvæla, en einmitt hér í túnfætinum heima?"

Guðrún segir að ef rétt sé á málum haldið geti Ísland orðið þekkt vörumerki sem matarkista norðursins.

Hægt er að horfa á erindi Guðrúnar hér að neðan og nálgast glærur frá fundinum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA GLÆRUR